Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Handavinna er orðinn lúxus...

Eða kannski hefur hún bara alltaf verið það?  Ég fékk allavega sjokk um daginn þegar ég keypti eitt lítið tvinnakefli á 360 kall í handavinnubúð hérna í bænum og það dugði ekki í að sauma þrjár innkaupatöskur/poka, það var sko langt frá því!  Ég hefði s.s. þurft 2 kefli ef vel átti að vera en þar sem ég var búin að sauma þau svæði sem sáust lét ég mig bara hafa það að nota svarta tvinnann sem ég keypti ódýrt í ´"rúmfata gamla" til að klára... og það tókst það vel að ég held að enginn fatti það sem horfir utan á pokana.. :-)  Þetta áttu að vísu að vera svaka flottir franskir saumar (svona faldir) en ég klúðraði því og því enduðu tveir þeirra bara á því að vera saumaðir venjulega.. efnið bauð hreinlega ekki upp á að ég ræki upp saumana...

Annars fékk ég helling af efnum gefins um daginn og er því á kafi ... þegar ég má vera að, það er alveg hellings vinna að sjá um stórt heimili að ekki sé minnst á  litla kút.. sem er reyndar alveg að verða eins árs!  

Hehe.. sem minnir mig á að í rúmfatalagernum í dag (já við skruppum í bæinn til að kaupa meiri tvinna .... hef hreinlega ekki efni á að kaupa 100 m tvinnakefli fyrir meira en ég fæ 500 m tvinnakefli þar) og þar var kona sem var í vandræðum með 11 ára gamla soninn sinn, hún fór að tala við Kristinn (manninn minn) sem sagðist nú alveg hafa reynslu af börnum og benti á litla kútinn okkar sem sat auðvitað voða góður í innkaupakerrunni .... og þá fór konugreyið að tala um að við ættum bara að bíða þangað til hann yrði 11 ára!  Við sögðumst þá auðvitað sko eiga 3 í viðbót... og þeir væru allir eldri en 11 ára... hehe... ég veit ekki hvert konan ætlaði.... hún talað eitthvað um að hvort við hefðum byrjað að aga þá 5 ára, hm.... við urðum eiginlega orðlaus og vissum ekkert hvað við áttum að segja.. !  En auðvitað byrjar maður strax á uppeldinu, erum svosem engir sérfræðingar en á sumum sviðum höfum við allavega staðið okkur vel... :-)  Mættum kannski gera betur á félagslega sviðinu en hey, það gekk betur eftir því sem börnin urðu fleiri, nr.3 er jú algjör félagsvera, úff, ef það eykst með hverju barni verður Jökull greinilega aldrei heima.... :-P 

Reyndar kippti ég líka með einni  dokku af garni áðan, ég stóðst bara ekki freistinguna að kaupa ragg garn á 370 kall stykkið í rúmfatalagernum, hef alltaf séð þetta garn á yfir 400 kall.   Eini gallinn er að garnið er svolítið mikið bleikt, svo núna vonast ég bara til að litla krílið sem beðið er eftir í fjölskyldunni (nei, ég er ekki ólétt en kona eins bróður Kristins er það) verði stelpa svo ég geti prjónað bleikt... :-)


Blogg........ bah!

Ekki hélt ég að ég myndi fara að blogga... en ég stóðst bara ekki freistinguna að blogga örlítið um fjölskylduna og áhugamálin.... sem eru fyrst og fremst handavinna í dag (fyrir utan fjölskylduna auðvitað!), en annars er ég líka forfallin tölvuleikjarnördi...... :-P

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband